Effectus - nýr toghleri
Rauðu hlerar Hleragerðarinnar hafa áratugum saman
notið viðurkenningar og vinsælda meðal skipstjórnarmanna.
Þau ár sem þeir hafa verið í framleiðslu
hefur Hleragerðin einbeitt sér að því að bjóða upp á
vandaða og trausta smíði sem stenst fyllilega
allan samanburð.
Við höfum unnið linnulaust sl. ár við þróun og
prófanir á arftaka rauðu Klassic botnhleranna.
Rannsóknir og prófanir á nákvæmum hleramódelum
fóru fram í Hirtshals í mars 2013.
Niðurstöður úr prófunum voru góðar.
Við köllum þessa nýju kynslóð toghleranna okkar Effectus.
Botnhlera sem boða nýja tíma.
Allar stærðir og þyngdir af Effectus
fara eftir óskum hvers og eins.
Effectus er hægt að þyngja með
aukaþyngdum eftir því sem þörf er á og óskað eftir.
Nánari upplýsingar veitir Bjarni Sigurðsson
verkstjóri hjá Hleragerðinni.
Myndband úr könnunartanki
Rannsóknir í tilraunartanki hafa gefið góða raun.
Nánari upplýsingar veitir Bjarni í síma 892 8036