Samstarfsaðilar -
Örn Marelsson tæknifræðingur og Hleragerðin eru í samvinnu við þróun og smíði nýrra toghlera sem eru í prófunum og mun Hleragerðin kynna þá nánar þegar þeim lýkur.
Málmsteypa þorgríms Jónssonar
Hleragerðin er í samvinnu við málmsteypu Þorgríms Jónssonar við framleiðslu á hleraskóm.
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. var stofnuð árið 1944 og framleiðir hluti úr grájárni og seigjárni. Lögð er rík áhersla á gæði og gæðaeftirlit.
Samvinna Málmsteypunnar og Hleragerðarinnar hefur getið af sér sérherta hleraskó á Neptúnushlerana sem hafa reynst vel.
Fyrirtækið stendur vel að gæðaeftirliti og má þar nefna að öll framleiðslan er efnagreind í fullkomnu efnagreiningartæki.